Skoða í vafra

 

Fjöldi sýninga og vinnustofa í byrjun árs 2019

 

Íslandsstofa tekur þátt í og skipuleggur röð ferðasýninga og vinnustofa á fyrstu mánuðum ársins. Sýningin Vakantiebeurs í Utrecht í Hollandi hófst 9. janúar en þar kynna um þessar mundir sex íslensk fyrirtæki þjónustu sína á þjóðarbási Íslands. Þá tekur við ferðakaupstefnan Satte í Nýju-Delí á Indlandi frá 16. - 18. janúar og verða fimm fyrirtæki með í för. Næst er ferðinni heitið á Fitur í Madrid síðustu dagana í janúar þar sem metaðsókn er með 13 fyrirtækjum. Í byrjun mars fer síðan fram ein stærsta ferðasýning í heimi; ITB Berlin þar sem 32 fyrirtæki verða með. Í febrúar eru á döfinni vinnustofur í Miðríkjum Bandaríkjanna og í London. Þá verður einnig boðið upp á röð vinnustofa í Austur-Asíu og norræna vinnustofu í Mílanó á Ítalíu í mars.

Sjá lista yfir allar sýningar og vinnustofur árið 2019

 

 

Yfir 1200 skráðir Íslandssérfræðingar

 

Frá árinu 2016 hefur þjálfunartækið Íslandssérfræðingur (e. Iceland Specialist) verið kynnt fyrir erlendum ferðasöluaðilum. Um 1200 manns hafa nú þreytt prófið sem samanstendur af lesefni og rafrænu prófi í þremur hlutum. Markmiðið er að auka þekkingu á landi og þjóð og hvetja til ábyrgrar ferðaþjónustu en prófið er ætlað bæði erlendum sem og íslenskum ferðasöluaðilum. Þeir sem ljúka öllum þremur hlutum prófsins fá viðurkenningu sem Íslandssérfræðingar (e. Certified Inspired by Iceland Specialist) og kennimerki sem þeim gefst kostur á að nota í kynningarefni sínu. Nánar

 

Búast má við fjölgun indverskra ferðamanna til Íslands

 

Fullsetið var á fundi Íslandsstofu sem fór fram á Grand Hótel Reykjavík 28. nóvember sl. og fjallaði um indverska ferðaþjónustumarkaðurinn. Um 120 gestir sátu fundinn þar sem rætt var um indverska ferðamenn, ferðavenjur og tækifæri sem felast í komu þeirra til Íslands. Nánar

 

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 

 

Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp vinnufundinn Mannamót  fyrir samstarfsfyrirtæki sín 17. janúar nk. Viðburðurinn verður haldinn í Kórnum í Kópavogi. Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig. Nánar

 

 

 

Tuttugu og eitt fyrirtæki með á World Travel Market

 

World Travel Market ferðakaupstefnan fór fram dagana 5.- 7. nóvember sl. en kaupstefnan er ein sú mikilvægasta fyrir íslenska ferðaþjónustu til að byggja upp og styrkja viðskiptasambönd á þessum markaði. Íslandsstofa skipulagði þátttöku á Íslandsbásnum og að þessu sinni tók 21 íslenskt fyrirtæki þátt; ferðaskrifstofur, hótel, afþreyingarfyrirtæki og flugfélag, auk Markaðsstofu Norðurlands og Markaðsstofu Vesturlands. Nánar

 

Inspired by Iceland verðlaunað á City Nation Place Global  

 

Inspired by Iceland hlaut önnur verðlaun í flokknum "Best use of social media“ á verðlaunaafhendingu sem veitt voru á City Nation Place Global ráðstefnunni sem fór fram 8. nóvember sl. í London. Á myndinni eru fulltrúar Íslandsstofu að taka á móti verðlaununum, þau Inga Hlín Pálsdóttir, Sveinn Birkir Björnsson og Daði Guðjónsson.

 

Ísland áfangastaður ársins 2018 hjá Travel + Leisure 

 

Lesendur bandaríska tímaritsins Travel + Leisure völdu Ísland sem áfangastað ársins 2018. Í greininni er stiklað á stóru um ferðaþjónustu á Íslandi varðandi vöxt og aukið framboð af þjónustu. Lokaorð greinarinnar eru: „Iceland might not be the “next” big thing anymore, but by all accounts, it lives up to the hype.“ Nánar

 

Norrænt samstarf í París

 

Íslandsstofu tók þátt í norrænni vinnustofu í París 22. nóvember sl. ásamt sjö íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vinnustofan var skipulögð í samstarfi við skrifstofur ferðamála í Finnlandi, Danmörku og Noregs. Norrænt samstarf á sviði ferðaþjónustu hefur aukist undanfarin ár og eru góðar líkur á að framhald verði þar á. Nánar

 

Ísland hlýtur verðlaun frá National Geographic í Rússlandi

 

Ísland hlaut á dögunum verðlaun frá ferðatímariti National Geographic í Rússlandi. Ísland bar sigur úr býtum í flokknum „Discovery of the year" en er þar vísað til þess að landið sé uppgötvað sem nýr og spennandi ferðaáfangastaður. Nánar

Áfangastaðurinn Ísland kynntur í Suður Evrópu

 

Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum fyrir íslensk fyrirtæki í lok október sl. í borgunum Madrid, Barcelona, Mílanó og Róm. Mikil aðsókn var að öllum fjórum vinnustofum og er ljóst að ekki hefur dregið úr þeim mikla áhuga sem ríkt hefur undanfarin ár á Íslandi sem áfangastað á þessum mörkuðum. Nánar

 

Copyright © 2019 Íslandsstofa, All rights reserved.  

Íslandsstofa

Sundagarðar 2

104 Reykjavik

 

Hafa samband

Afskrá mig af þessum lista